Þorrablót Súgfirðingafélagsins í Reykjavík

Þorrablót Súgfirðingafélagsins verður haldið þann 15.febrúar! Keli veislustjóri sér um að halda stemmningunni í hámarki á meðan við leyfum þorramatnum frá Múlakaffi að veltast um bragðlaukana. Þar að auki fáum við fyndnasta lögfræðing Íslands til að kippa í hláturtaugarnar. Þegar við erum búin að næra maga og anda ætla Dj Gullfoss og Geisha að halda uppi stuði sem aldrei fyrr á dansgólfinu. Ekki missa ef þorraveislu ársins!

Pantið miða fyrir 10 febrúar hjá bjork0604@gmail.com

|||::
Stangarhylur, 110 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland