Þorrablót Jötuns 2020

Þetta er það besta sem þú hefur lesið í dag!

Ertu tilbúinn fyrir skemmtun aldarinnar?? Nú er það bara djamm og djús?

Laugardaginn 29. febrúar verður haldið fyrsta þorrablót Íslendingafélagsins Jötuns, þetta mun verða skrifað í sögubækurnar svo núna er bara spurninginn þú viljir verða partur af sögunni?

Borðin munu svigna undann gæða mat frá Kjarnafæði beint frá landinu góða með hjálp frá Icelandair.

Hlaðborð með þjóðlegum veitingum, hákarl, rúgbrauð, flatkökur, hangikjöt, súrmaturinn og allur sá þjóðlegi matur sem tilheyrir þorrablóti.

Ómar Freyr okkar sér um veislustjórn og reytir af sér brandara og reynslusögur.

Happdrætti með veglegum vinningum verður á sínum stað.

Fjöldasöngur verður að sjálfsögðu eins og tilheyrir þorrablóti en Kjartan Arnald trúbador mun stjórna fjöldasöngum en hann mun líka stíga á svið og spila nokkur skemmtileg lög fyrir okkur en Kjartan er einn af bestu trúbadorum landans 😉

Svo munum við fá hinn margrómaða plötu þeyti Júlíus Sigurjónsson betur þekktan sem JúllaDiskó til að þeyta skífum undir trylltum dansi fram á nótt.

Ef þú vilt koma með eitthvern leik, skemmtiatriði eða annað er eflaust hægt að koma því að í dagskrá kvöldsins en hafið þá samband við Ómar Freyr veislustjóra eða í gegnum félagið hérna á Facebook.
Við hvetjum fólk til að koma með einhver skemmtiatriði – t.d. leiki, uppistand, töfrabrögð, eftirhermur, rímnakveðskap, dansatriði eða skyggnilýsingar – ekki vera feimin! ?

Syngjum saman, tröllum, borðum súrt og staupum okkur fram eftir kvöldi.

Húsið opnar 17:30 og lokar 02:00
Borðhald hefst kl. 18:17 😉

Drykkina tekur þú bara með þér en við munum ekki selja neina drykki í ár.

Staðsetning

Hvaltorvet Selskapslokale, Torggata 1 – 3210 Sandefjord

Sala miða hefur þegar hafist en miða er hægt að nálgast á http://bit.ly/thj2020 eða með því að nota tilheyrandi knapp hér í Facebook viðburði.

Miðaverð frá og með núna til 29.01.2020 kl: 17:30 er 490 fyrir einstakling eða sérstakur paramiði fyrir pör sem kostar 790 krónur, eftir það er það 590 fyrir einstakling og parmiðar verða ekki lengur í boði.

Miðinn inniheldur allt sem hefur verið nefnt og einn happdrættismiða, auka miðar verða seldir á staðnum.

Gisting

Vantar þig gistingu í Sandefjord, þá höfum við gert samning við Kong Carl sem er hótel sem er bókstaflega hliðiná salnum sem við verðum í.

Það þarf þá að panta í gegnum heimasíðu hótelsins https://www.kongcarl.no/ og nota kóðann (referanse) Islandsforeningen i Vestfold

Einstaklingsherbergi: 895,-
Tveggjamanna herbergi: 1 045,-

|||::