Þorrablót Íslensk Ameríska Félagsins í Florida verður haldið í klúbbhúsinu í Ventura Country Club þann 7 mars næstkomandi. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 18.00 með Brennivíni og hákarli á pallinum við klúbbhúsið. Síðan verður gengið til borðs þar sem bornar verða fram dýrindis veitingar, sjá matseðil.
Í ár mun gleðigjafinn og grínistinn Ingvar Jónsson sjá um veislustjórn, ásamt því að stjórna fjöldasöng. Eftir matinn mun Diskótekið hennar Dóru sjá okkur fyrir blandaðri og skemmtilegri danstónlist. Þetta tryggir okkur skemmtilegt kvöld í góðra vina hópi.
Góðkunningi okkar Ásbjörn Pálsson, matreiðslumeistari ásamt Sigurði Guðbjörnssyni (frændi Ása) munu reiða fram hina ýmsu þorrarétti ásamt nokkrum sem Ameríkanar geta líka borðað. Ásbjörn og Sigurður eru með mikla reynslu í að framreiða ljúffenga rétti eins og við höfum reynt á undanförnum Þorrablótum.
Verð miða á Þorrablótið er $85 fyrir félaga en $100 fyrir þá sem ekki hafa greitt árgjaldið í ár. Þetta er sama verð og verið hefur undanfarin ár.
Þar sem allur maturinn er fluttur inn frá Íslandi, þurfum við smá fyrirvara til þess að panta matinn. Vinsamlegast bókið miðana ykkar í síðast lagi 6. mars.
Það eru enn næg sæti laus á Þorrablótinu, hvetur stjórn félagsins ykkur til þess að bóka sem fyrst til þess að tryggja ykkur sæti og hafa samband við Pétur Sigurðsson í síma: 321-263-5096, 499-3000 eða með emaili: Petur@Floridahus.is. Pétur verður með miða á pallinum alla miðvikudaga í Febrúar.
Þorrablótið verður haldið í klúbbhúsinu í Ventura Country Club, 3333 Woodgate Blvd. Orlando, FL 32822.
Visit the IAAF website for more information.