
Þá fer að koma að því!
Laugardaginn 22. Febrúar verður haldið alíslenskt þorrablót af gamla skólanum.
Þorrablót Íslendingafélagsins í Osló er ómissandi hluti af árinu og ekki verður það af verri endanum í þetta skiptið.
Borðin munu svigna undann gæða mat frá landinu góða. Siggi Sól, (Sigurður Sólmundsson) einnig þekktur sem Costco gaurinn sér um veislustjórn og reytir af sér brandara og reynslusögur.
Hljómsveitin Eitthvað Gamalt og Gott stígur á svið og spilar fyrir dansi en bandið samanstendur af íslensku tónlistafólki sem býr Noregi.
Syngjum saman, tröllum, borðum súrt og staupum okkur fram eftir kvöldi.
Fjöldasöngurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað með öllu tilheyrandi.
Happadrættið verður á sínum stað eins og venjulega með veglegum vinningum.
Miðasala
Forsala aðgöngumiða hefst sunnudaginn 15.desember og er einungis fyrir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2019. Miðaverð í forsölu er kr. 500,- en almenn miðasala hefst 1.janúar 2020 og er miðaverð þá kr. 650,-
Félagsmenn sem vilja tryggja ser miða í tíma senda tölvupóst á isioslo@gmail.com merkt Þorrablót 2020. Símanúmer og rétt heimilisfang verður að fylgja og taka verður fram fjölda miða.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin