Þorrablót hjá Íslendingafélaginu á Gran Canaria

Höfum ákveðið að blása til þorrablóts þar sem mikill áhugi virðist fyrir því og verður það 12. febrúar kl: 17:00 – 23:00 og fer fram á

Restaurant í Maspalomas Lago

Miðaverð kr 6.900,- (matur frá SAH Blönduósi – vín selt á staðnum)

Miðasala (millifærsla jafngildir skráningu á blótið) er til kl 20:00 þann 1. febrúar og fer þannig fram að þið leggir inn á þennan reikning:

Control Alt ehf, 591007-1650, 1161-26-1240 (bráðabirgða reikningur fyrir Ísl. félagið)

Við auglýsum svo hvar við komum okkur fyrir til að afhenda greidda miða.

Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að verða með kvittun þar sem við sjáum ykkur í heimabanka 😉

Þeir sem ekki verða búinir að leggja inn fyrir þann tíma eru því miður búnir að missa af blótinu.

Dagskrá verður auglýst síðar en ef þið eruð með eitthvað skemmtileg í pokahorninu þá endilega verið í sambandi við okkur.

Nánari upplýsingar koma svo hér á síðuna er nær dregur

Kveðja
Stofnstjórn ❤️

ATH Ekki hægt að panta á þorrablót, millifærsla fyrir þorrablótið gildir sem skráning á blótið.

|||::
Maspalomas Lago, Avda. Touroperador Kuoni 25, 35100 Maspalomas, Las Palmas, Spain