Phoenix AZ – ÞORRABLÓT 2020

What better way to wish you all Happy Holidays than to announce the 2020 Thorrablot?

Announcement in both Icelandic and English below:

ÞORRABLÓT 2020

Þorrablótið 2020 verður haldið á Pulaski Club of Arizona sem er staðsettur á 4331 East McDowell Road, Phoenix, AZ 85008. Hátíðahöldin verða haldin laugardaginn 1. Febrúar klukkan 18:00 og verður maturinn borinn fram stundvíslega kl. 19:00.

Við munum hafa svipaðan hátt á og síðustu blótum og höfða til allra með því að hafa bæði íslenskan og amerískan mat. Í boði verður meðal annars hangikjöt, lambakjöt, reyktur lax, svið, hákarl, og reykt svínakjöt. Einnig verður gestum boðið upp á vatn og gos. Pulaski Club er með bar og verður 1 áfengur drykkur innifalinn fyrir fullorðna, drykkir framyfir það geta verið keyptir á barnum – barinn tekur einungis pening. Við höfum gert allt í okkar valdi til að halda verði í skefjum og miðaverð er $60 fyrir 13 ára og eldri. Börn undir 13 ára fá frítt inn.

Eftir matinn verður létt tónlist og tækifæri til að spjalla við og kynnast öðrum á þorrablótinu. Svo kemur að vinsæla happadrættinu. Þetta árið eins og vanalega eru alls konar góðir vinningar í boði. Eftir happadrættið verður svo ball við ýmsa tónlist fram til miðnættis.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að gera gott kvöld eða góða helgi úr þessu þá eru bæði Holiday Inn, 1515 N 44th St. Phoenix AZ, 85008 (https://www.ihg.com/holidayinn/hotels/us/en/phoenix/phxff/hoteldetail) og Hotel Del Sol, 1422 N. 44th St. Phoenix AZ 85008 (http://www.hoteldelsolphx.com/en-gb/) handan við hornið.

Við getum því miður ekki ábyrgst mat fyrir þá sem ekki tilkynna þátttöku sína og kaupa miða fyrirfram. Við munum ekki selja aðgang við dyrnar. Allir sem tilkynna þátttöku sína fyrirfram fá einn happrættismiða. Við erum enn að vinna í að fá happdrættisvinninga svo listinn yfir þá er ókláraður eins og er. Ef menn vilja styrkja Þorrablótið, hvort sem það er í formi happdrættisvinninga eða einhvern veginn öðruvísi, er slíkt alltaf vel þegið.

Þar sem við þurfum að panta matinn fyrirfram frá Íslandi verðum við að vita áætlaðan gestafjölda fyrir 20. janúar, 2020. Vinsamlegast hringið, sendið e-mail, eða tilkynnið ykkur á Facebook fyrir 20. janúar (því fyrr því betra). Látið fylgja með nöfn á öllum og aldur barna. Greiðslu fyrir Þorrablótið verður að póstleggja ekki síðar en 20. janúar 2020. Vinsamlegast stílið ávísanir á David Hill. Einning má greiða með PayPal (vinsamlegast notið “Send money to friends or family”) eða Zelle til icechap@gmail.com

Ef það eru einhverjar spurningar sem þarfnast svara ekki hika við að hafa samband.

Hlökkum til að sjá ykkur öll á Þorrablótinu!

David Hill
333 N Pennington Dr Unit 15
Chandler, AZ 85224
Tel: (480) 782-0606
email: icechap@gmail.com

THORRABLOT 2020

The 2020 Thorrablot will be at the Pulaski Club of Arizona, which is located at 4331 East McDowell Road, Phoenix, AZ 85008. The festivities will be held on Saturday February 1, doors open at 6:00 pm and the food will be served at 7:00 pm.

As in the past, we will serve both Icelandic and American fare. Among other things we will have smoked lamb (hangikjöt), lamb, smoked salmon, sheep heads, fermented shark, and ham. Guests will also be offered water, and soda. The Pulaski Club has a full bar and 1 drink will be included for paying adults, additional drinks are available for purchase from the bar – the bar only accepts cash. We have done everything in our power to keep costs down and ticket prices this year will be $60 for ages 13 and up. Children under 13 are free.

Following dinner will be some musical entertainment and a social hour providing an opportunity for mingling and getting to know other attendees. The ever popular raffle will then take place. This year’s prizes include various quality items as usual. At the conclusion of the raffle dancing will commence to a musical mix until about midnight.

For those interested in making a night/weekend of it, there are 2 hotels within walking distance of the Pulaski Club – Holiday Inn, 1515 N 44th St. Phoenix AZ, 85008 (https://www.ihg.com/holidayinn/hotels/us/en/phoenix/phxff/hoteldetail) and Hotel Del Sol, 1422 N. 44th St. Phoenix AZ 85008 (http://www.hoteldelsolphx.com/en-gb/).

Unfortunately we cannot guarantee food for anyone that does not RSVP and send payment prior to the event. We will not sell tickets at the door. Every RSVP will receive one raffle ticket. We are still working on getting raffle prizes so the list of prizes is incomplete at this point in time. All support, whether in the form of raffle prize donation or something else, is always appreciated.

Since we need to order food from Iceland we need to have a headcount prior to January 20, 2020. Please call, send email, or RSVP on Facebook prior to January 20 (the sooner the better). Please include the names of every attendee and the ages of children. Payment must be mailed no later than January 20, 2020. Please make checks out to David Hill. You can also pay via PayPal (please use “Send money to friends or family”) or Zelle to icechap@gmail.com

If there are any questions that need answers please do not hesitate to contact me.

We look forward to seeing you all at the Thorrablot!

|||::
4331 E McDowell Rd, Phoenix, AZ 85008, USA

Leave a Reply