Okkar Marg Rómaða Þorrablót

Hið margrómaða Þorrablót íslendingafélagsins í Suður Noregi verður haldið 1. febrúar 2020 kl. 19 – 01.
Að venju frábær íslenskur þorramatur
Skemmtiatriði
Söngur
Lodd með margvíslegum vinningum
Hinn einstaki Míó Eyfjörð veður veislustjóri og DJ allt kvöldið og hver veit nema hann taki fyrir okkur eitt lag.

Miðar

Við stillum verðinu í hóf og höfum það sama verð og síðastliðin 4 ár eða einungis 500,- kr. ef greitt er fyrir 17. janúar.
Þeir sem greiða eftir 17. janúar (til og með 29. janúar) greiða 550,- og þeir sem greiða í dyrunum þurfa að punga út 600,-

Þeir sem einungis vilja koma á ballið sem hefst kl. 22 greiða 250,-

Hægt er að greiða með VIPPS 91892444 eða beint á reikn. 2801-49-96925
Vinsamlegast merkið færslurnar ÞB:nöfn (og munið að setja nöfn allra sem greitt er fyrir.

Ath. það má koma með sitt eigið vín en verður hægt að fá bjór eftir kl. 22.

Gisting

Ef fólk vill safnast saman á eitt hótel þá vitum við að það er byrjað að panta sér herbergi á Comfort Hotel® Kristiansand
Kristiansand
Skippergata 7-9 4611 Kristiansand, Norge
Telefon: +47 38 07 94 00
E-post: co.kristiansand@choice.no

|||::
Offisersmessen Gimlemoen, Kaserneveien 26, 4630 Kristiansand, Norway, Kristiansand, Norway